Inter hefur hafið viðræður við Chelsea um að fá Romelu Lukaku til liðsins á nýjan leik.
Lukaku var á láni hjá Inter frá Chelsea á síðustu leiktíð. Hann á enga framtíð á Stamford Bridge og horfir sér til hreyfings í sumar.
Belgíski framherjinn kom til Chelsea frá Inter á næstum 100 milljónir punda sumarið 2021 en stóð engan veginn undir væntingum.
Hann var lánaður til baka.
Nú gæti Lukaku verið á leið aftur til Inter en félagið getur ekki keypt hann í sumar. Niðurstaðan gæti því orðið lán þar sem innifalin væri kaupskylda fyrir Inter næsta sumar.
Inter have decided to approach Chelsea again for Romelu Lukaku. Negotiations will restart in the next days, after Inter closed Frattesi deal. 🔵🇧🇪 #CFC
Talks will take place around loan with mandatory buy option — but still at early stages. pic.twitter.com/NwPtSxbBaz
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 4, 2023