Mason Mount hækkaði hressilega í launum í dag þegar hann gekk í raðir Manchester United frá Chelsea fyrir 55 milljónir punda.
Mount var með 17,4 milljónir á viku hjá Chelsea en The Athletic segir að Liverpool hafi boðið Mount sömu laun og United bauð en hann hafi kosið að fara til United.
Mount fær 200 þúsund pund í föst laun plús bónusa og verður á endanum líklega með um 250 þúsund pund á viku.
Mount fær því um 43 milljónir í laun á viku með bónusum sem ætti að vera nóg til að koma sér fyrir í Manchester.
Mount mun klæðast treyju númer sjö hjá United en þessi 24 ára gamli leikmaður hefur æfingar með United á morgun þegar undirbúningstímabil félagsins hefst.