Síðustu dagar hjá James Maddison hafa verið viðburðaríkir en unnusta hans fæddi tvíbura í vikunni, nokkrum dögum eftir að Maddison fór í nýtt félag.
Maddison samdi við Tottenham í síðustu viku en félagið keypti hann frá Leicester fyrir 45 milljónir punda.
Nokkrum dögum eftir að fjölskyldan vissi að flutningar til London væru að detta inn komu tvíburar í heiminn.
Kennedy Alexa fæddi Delilah og Rome en parið eignaðist sitt fyrsta barn fyrir 18 mánuðum.
Maddison fer að hefja æfingar með Tottenham en ljóst er að nóg verður að gera hjá fjölskyldunni á næstu dögum og vikum með börnin þrjú og flutninga frá Leicester til London.