Erling Haaland framherji Manchester City heldur áfram að njóta lífsins á Ibiza og leigði alvöru snekkju fyrir sig og vini sína.
Haaland virðist hafa skemmt sér ansi vel ef miðað er við myndirnar og þá sérstaklega eina þar sem Haaland er í gír.
Haaland var besti leikmaður Manchester City sem vann þrennuna á síðustu leiktíð en hann fer að mæta til æfinga á undirbúningstímabilinu.
Sóknarmaðurinn knái slakar á þessa dagana áður en átökin byrja.
Haaland hefur verið í miklu stuði undanfarna daga en hann hefur sést í Monaco og á Ibiza með pabba sinn aldrei langt frá í góðum gír.