Inter Miami ætlar að halda áfram sækja gamla og góða vini Lionel Messi til að halda honum í stuði hjá nýju félag.
Sergio Busquets er einnig mættur til félagsins og Jordi Alba er að ganga í raðir félagsins.
Nú gæti svo bæst í hópinn því Andres Iniesta virðist á leið til félagsins.
Iniesta var að kveðja Vissel Kobe eftir góð ár í Japan en hefur ekki gefið það út hvort hann sé hættur.
Iniesta er 39 ára gamall og er sagður klár í eitt ævintýri í Bandaríkjunum með gömlum vinum frá Barcelona.
Messi mun spila sinn fyrsta leik fyrir Miami seinna í júlí en mikil spenna er fyrir komu hans í deildina í Bandaríkjunum.