fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Þetta eru fimm ódýrustu sumarhús landsins

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 19:00

Myndir: Unsplash.com og fasteignavefur DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðrið hefur svo sannarlega ekki leikið við meirihluta landsmanna þetta sumarið. Við á DV erum þó fullviss um að sumarið muni láta á sér kræla einhverja helgina. Mörg okkar dreymir um að eiga sumarbústað þar sem fjölskyldan getur notið sín við leik í sveitasælunni og tekið á móti Lionsklúbbi með berjatínur. 

Þessi fimm sumarhús eru þau ódýrustu sem eru á sölu í dag samkvæmt fasteignavef DV. Hér er miðað við ásett verð, en ekki fermetraverð. 

Hér er einnig miðað við að hús sé á lóðinni, þó ástand sé bágborið, og hægt að flytja grillið, vindsængina og gítarinn strax inn. Finna má lóðir sem eru ódýrari, en þá er ýmist eftir að byggja sumarhúsið eða kaupa tilbúið og flytja á lóðina.

Þverásbyggð 19 Borgarnes – 1.900.000 kr.
Byggt 1993 – Stærð 23fm

Hér er eign fyrir handlagna eins og fasteignasalar segja, gamalt hjólhýsi á um 6.000 fermetra landi. Landið er gróið, trjágróður og villt kjarr. Um 15 mínútna akstur frá Borgarnesi.  Stutt í golfvelli, veiði og marga áhugaverða staði í Borgarfirði. Á lóðinni, sem er leigulóð, er illa farið lítið eldra hús sem verið hefur á staðnum í mörg ár en mun vera gamalt hjólhýsi. Í þessu litla húsi eru tvö lítil herbergi þar sem er svefnaðstaða fyrir fjóra, lítil stofa með eldhúskrók og ísskáp. 

Meðalhraun 14 Hella – 12.000.000 kr.
Byggt 1987 – Stærð 32,9fm

32,9 fm sumarhús, sem staðsett er á 6.500 fm eignarlóð í skipulögðu sumarhúsahverfi í Fjallalandi í ofanverðri Landsveit. Húsið stendur á steyptum bitum er byggt úr timbri og klætt að utan með röstuðum krossvið.  Við húsið er rúmgóð timburverönd með skjólveggjum og heitum potti. Að innanverðu eru veggir og loft klædd með panel.  Húsið skiptist í sambyggða stofu og eldhús með gaseldavél, baðherbergi með sturtuklefa og tvö svefnherbergi.  Húsgögn geta fylgt með við sölu.  

Eyrarskógur 43 Akranes – 13.400.000 kr.
Byggt 1991 – Stærð 17,7fm

17,7 fm hús með svefnlofti ásamt sirka 4 fm útigeymslu. Búið er að byggja við húsið forstofu og herbergi en frágangi er ólokið. Rafmagn hefur ekki verið tekið inn en er við lóðarmörk. Kalt vatn og nýleg rotþró. Húsið þarfnast endurbóta og lokafrágangs. Lóðin er 3.900 fm leigulóð kjarri vaxin með glæsilegu útsýni.

Húsið skiptist í hol, stofu og eldhús í sama rými, eldhús með gashelluborði og gasísskáp, og svefnloft með opnanlegu gluggafagi. Af sólpalli er gengið inní  forstofu sem er sirka 12 fm og er ófrágengin, þar er gert ráð fyrir baðherbergi og forstofu.  Inn af því er sirka 12 herbergi sem er einnig er ófrágengið. Geymsla er frístandandi og sirka 4 fm og er frístandandi. Sólpallur og með girðingu. Á lóðinni eru leiktæki, róla, rennibraut, klifurgrind og vegasalt. Möguleiki er að fá innbú með í kaupum á eigninni.

Jörfagerði 1 Selfoss – 14.900.000 kr.
Byggt 1998 – Stærð 13,8fm

5.273 fm eignarlóð sem er skógi vaxin. Á lóðinni er 13,8 fm gestahús (skráð geymsla). Við geymsluna er búið að byggja sirka 5 fm forstofu sem er ófrágengin. Á lóðinni er nýleg rotþró og klósettskúr. Kalt vatn og rafmagn. 20 feta gámur er lóðinni og fylgir hann með í kaupum á eigninni. Þetta er hitaveitusvæði og hitaveita komin inn á svæðið.

Seljandi skoðar að taka bíl upp í kaupverð. 

Áarland 73 Búðardal – 14.900.000 kr.
Byggt 2003 – Stærð 26fm

Finnskt bjálkahús sem stendur á 1000 fm leigulóð. Húsið stendur á steyptum súlum og þak og gólf eru einangrað, en ekki veggir þar sem þetta er bjálkahús. 

Húsið skiptist í alrými; stofu/borðstofu/eldhús með sambyggðri eldavél og ofni, eitt svefnherbergi með glugga og baðherbergi með sturtuklefa. Sólpallur er nánast allan hringinn kring um bústaðinn. Rafmagn og vatn á staðnum ásamt hitakút. Möguleiki er að fá hluta af innbúi með í kaupum á eigninni, en það á ekki við persónulega muni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár