fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Kristján les Flosa og stjórninni pistilinn í eldræðu sinni – „Þetta er aumingjaskapur og algjör meðalmennska“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Ingi Sigurðarson var á dögunum seldur frá Breiðabliki til Patro Eisden í belgísku B-deildinni. Blikinn og hlaðvarpsstjarnan Kristján Óli Sigurðsson er allt annað en sáttur með hvernig hans menn hafa staðið að málunum.

Stefán var kominn með 13 mörk í öllum keppnum í sumar en kvaddi Blika eftir Evrópuleiki á dögunum. Hann var því ekki með þegar liðið féll úr leik í undanúrslitum Mjólkurbikarsins gegn KA í gær í leik sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni.

„Formaðurinn var nú að velta fyrir sér einhverjum myndum sem Belgarnir voru með í bakgrunni þegar Stefán Ingi var kynntur.“ Svona hóst eldræða Kristjáns í Þungavigtinni. Vísar hann þar til eftirfarandi færslu Flosa Eiríkssonar, formanns knattspyrnudeildar Breiðabliks:

Kristján hélt svo áfram. „Af hverju í andskotanum eru Íslandsmeistararnir að selja leikmann þegar 10 mínútur eru í bikarúrslit. Hann ætti frekar að svara þeirri spurningu.

Þetta er bara kjaftæði og Breiðablik er enn og aftur að sýna það að þeir eru ekki komnir á meðal stærstu liðanna. Ég tek til baka að þeir séu stærsta lið landsins. Þetta er aumingjaskapur og algjör meðalmennska. Þú setur hnefann í borðið og ferð ekki með þennan strák út fyrr en við förum í bikarúrslit eða töpum í undanúrslitum.“

Hlustaðu á Þungavigtina hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Greindist með sjúkdóm og þurfti að læra að labba á nýjan leik – Segir frá bataferlinu

Greindist með sjúkdóm og þurfti að læra að labba á nýjan leik – Segir frá bataferlinu