Stuðningsmaður mexíkóska lansliðsins var illa farinn eftir að hafa verið stunginn í stúkunni á leik Mexíkó og Katar í Gullbikarnum í vikunni.
Leikurinn fór fram í Santa Clara í Kaliforníu og fóru Katarar með 1-0 sigur af hólmi.
Mikil slagsmál brutust út á meðal stuðningsmanna Mexíkó í stúkunni og fór svo að einn var stunginn.
Lögregla í Santa Clara segir ástand fórnarlambsins stöðugt. Þá lýsir hún meintum geranda sem karlmanni á aldrinum 25-35 ára með yfirvaraskegg og stutt, dökkt hár.
Öryggisgæsla á leikavanginum hefur verið harðlega gagnrýnd þar sem vopn komst inn á hann.
Myndband af atvikinu er hér að neðan.
Mexican fan gets stabbed during a brawl inside Levis stadium #SeleccionMexicana #eltri #mexico #stabbed #levisstadium #goldcup #concacaf pic.twitter.com/wxQWlrrLXP
— Ultras Barras Usa (@UltrasBarrasUsa) July 3, 2023