Manchester United lagði í morgun fram munnlegt tilboð í Andre Onana markvörð Inter.
Rauðu djöflarnir hafa verið á eftir markverðinum undanfarið en Inter vill töluvert meira en enska félagið hefur hingað til verið klárt í að bjóða.
Munnlega tilboðið hljóðaði upp á 39 milljónir punda með öllu. Verður það gert formlegt fljótlega.
Inter vill hins vegar rúmar 50 milljónir punda fyrir Onana.
Sjálfur vill markvörðurinn ólmur fara til United. Félagið gæti hins vegar fengið samkeppni frá Al-Nassr í Sádi-Arabíu.
Markvarðastaðan hjá United er í mikilli óvissu fyrir næstu leiktíð. Samningur David De Gea rann út á dögunum og þá gæti Dean Henderson verið á förum.
Understand Manchester United have presented in the morning their verbal proposal for André Onana: £39m total package — add ons included. The bid will be official soon 🚨🔴 #MUFC
Inter expect €60m fee for Onana, add ons included.
No agreement at this stage.Onana, keen on move. pic.twitter.com/KJ22bcQW4l
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 5, 2023