Bandaríski milljarðamæringurinn Michael G. Rubin, sem efnaðist á sportfatnaði og öllu sem því fylgir, vann sennilega samkvæmisleikinn í Bandaríkjunum þetta árið þegar hann fagnaði þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna, 4. júlí, í gær.
Rubin efndi til teitis í glæsihýsi sínu í The Hamptons, sumarleyfisstað ríka og fræga fólksins, eins og hann gerir árlega en í þetta skiptið var engu til sparað og fengu margar af stærstu stjörnum Bandaríkjanna boð og gott betur en það, stjörnurnar mættu.
Alls fengu 350 stjörnur boð í teitið þar sem Usher og Ne-Yo sáu um tónlistina og gestir svolgruðu í sig rándýru kampavíni og skemmtu sér fram eftir nóttu.
Meðal gesta voru Leonardo di Caprio, Kim Khardashian, Jay-Z og Beyonce, Ben Affleck og Jennifer Lopez, Tom Brady og þá voru körfuboltamenn úr NBA-deildinni á borð við James Harden og Joel Embiid áberandi en Rubin átti um tíma NBA-liðið Phildelphia 76ers.
Rubin birti svo rosalegt myndband á Twitter-síðu sinni, örstutta heimildarmynd um partýið og þar má glögglega sjá hversu vel mannað það var.
A literal movie – white party 2023 recap pic.twitter.com/1D3vlpCNBq
— Michael Rubin (@michaelrubin) July 4, 2023