fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Fór út að viðra hundinn en var drepin af krókadíl

Pressan
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 06:24

Krókódíll sem tengist þó málinu ekki. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á sjötugsaldri lét lífið eftir að hafa orðið fyrir árás krókódíls í Suður-Karólínu-fylki í Bandaríkjunum í gær. Konan, sem var 69 ára gömul, fór út í göngutúr með hundinn sinn nærri golfvelli við Hilton Head Island-hótelið í Beaufort-sýslu þegar skriðdýr réðst skyndilega að henni og veitti henni lífshættulega áverka. Samkvæmt frétt The Mirror sat dýrið vörð um líkama konunnar þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang sem gerði björgunarstarfið erfiðara.

Að endingu tókst að fjarlæga krókódílinn og koma konunni til hjálpar en hún var þá meðvitundarlaus og var síðar úrskurðuð látin. Ekki er vitað um afdrif hundsins.

Þetta er önnur mannskæða krókódílaárásinn í Beaufort-sýslu á einu ári. Í ágúst í fyrra varð 88 ára gömul kona fyrir sambærilegri árás sem kostaði hana lífið.

Eins og gefur að skilja hefur atvikið vakið mikið umtal á svæðinu og sýnist sitt hverjum. Flestir eru á þeirri skoðun að ekki beri að álasa krókódílunum og það sé frekar mannfólkið sem sé að taka vanhugsaðar ákvarðanir með því að hætta sér inn á þeirra svæði.

Aðrir eru á þeirri skoðun að krókódílum hafi fjölgað um of og að dýrin séu óvenjulega árásargjörn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi