fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Morðið á Mariu – Dean lauk ekki skyldunámi en auglýsti sig sem lækni – Tók á móti sjúklingum dauðadrukkinn og vímaður

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 22:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maria Cruz fæddist á Filipseyjum en flutti ung til Bandaríkjanna til að fara í nám. Maria fór í háskóla í New York og útskrifaðist með þeim allra hæstu það árið. Hún hóf að starfa sem fjármálaráðgjafi og var fljót upp metorðastigann, enda með afbrigðum vel gefin og vinnusöm. 

Maria var skólabókardæmi um fátækan innflytjenda sem náði að upplifa bandaríska drauminn. 

Maria

Hvarf Mariu

Maria var einhleyp, hún sinnti fyrst og fremst vinnunni auk þess að vera virk í kirkjustarfi, en Maria var heittrúaður kaþólikki. Hún var alltaf í góðu sambandi við fjölskyldu sína á Filippseyjum en í apríl árið 2003 hafði fjölskylda hennar samband við lögreglu í New York og bað um að kannað yrði hvort ekki væri allt í lagi með Mariu. Hafði fjölskyldan þá ekkert heyrt í hinni 35 ára gömlu Mariu í þrjá daga, sem var afar óvenjulegt. Hún hafði heldur ekki mætt til vinnu, sem einnig var afar ólíkt Mariu. 

Þegar að enginn svaraði bjöllu braust lögregla inn í íbúð Mariu. Vaskurinn var fullur af óhreinu leirtaui og póstur hafði hrannast upp við útidyrnar. Það var ljóst að Maria hafði ekki verið í íbúðinni svo dögum skipti og þann 18. apríl var hvarf hennar formlega orðið að lögreglumáli. 

Maria

Með því að skoða öryggismyndavélar og kreditkortanotkun komst lögregla að því að Maria hefði farið í messu við sólarupprás sunnudaginn 13. apríl og þaðan að versla á Manhattan. Hún hafði skotist í vinnuna um klukkan 13 en eftir það virtist sem jörðin hefði gleypt hana. 

Það tók heila fimm mánuði fyrir lögreglu að fá aðgengi að tölvupósti Mariu en í honum var að finna svörin sem fjölskylda hennar beið svo sárlega eftir. 

Í ljós kom að þennan sama dag, klukkan 17:30, hafði Maria átt tíma hjá húðsjúkdómalækni, Dean Faiello að nafni. 

Dean

Húðsjúkdómalæknirinn

Dean var 43 ára gamall og rann fyrirtæki að nafni SkinOvations, sem bauð upp á að fjarlægja bletti af húð á einfaldan hátt. Dean sagði hverjum einum og einasta sjúklingi að blettur á húð viðkomandi væri góðkynja, ekki væri um krabbamein að ræða, og hann gæti fjarlægt blettinn með lasertækni fyrir aðeins 250 dollara á hvert skipti. 

En Dean var enginn læknir og hafði ekki einu sinni lokið skyldunámi þrátt fyrir að hafa verið kosinn líklegastur til að ná langt í lífinu meðal skólafélaga.

Hann var aftur á móti háður ríksamlegum lífsstíl og reiðubúinn að gera hvað sem var til að viðhalda ímynd manns sem hefur komist langt í lífinu. Jafnvel þótt það kostaði líf saklausra en fjöldi sjúklinga hans hafði í raun haft krabbamein þótt hann segði þeim annað. Sumir þeirra komust ekki að því fyrr en of seint og létust því af hans völdum. 

Háður alls kyns lyfjum

Dagblaðið New York Post hafði haft veður af starfsemi Dean og sendi til hans blaðamann sem þóttist vera sjúklingur. Í kjölfarið var birt grein um hann og gripu þá yfirvöld til aðgerða og fékk hann skilorðsbundinn dóm fyrir að stunda læknastörf án leyfis. Hann átti einnig yfir sér dóm vegna fölsunar lyfseðla en Dean var háður alls kyns lyfjum sem hann bæði gleypti og sniffaði. 

Dean

En Dean lét það ekki stoppa sig. Hann þurfti á peningum að halda en þar sem lögregla hafði innsiglað SkinOvations hóf hann að bjóða upp á aðgerðir í íbúð vinar síns. 

En Dean var ekki tiltakanlega góður vinur.

Fyrst bjó hann með Greg, sem hafði lánað honum þúsundir dollara fyrir tryggingu og lögfræðikostnaði. Þegar að Dean seldi hús sitt fyrir 400 þúsund dollara bjóst Greg við að Dean myndi borga honum til baka en hann þverneitaði. 

Greg henti Dean þá út og flutti hann til annars vinar, Mark. Mark tók eftir því að verðmæti í íbúðinni fóru að hverfa og aftur var Dean sparkað á dyr. 

En eftir að hafa fleygt Dean á dyr fann Mark poka sem Dean hafði gleymt. Í honum var taska, seðlaveski og minnisbók, allt merkt Mariu Cruz. Mark vildi sem minnst vita, alls ekki láta blanda sér í sakamál, og þagði því um fundinn. 

Hryllingur í bílskúrnum

Eftir að hafa komist í tölvupóstinn hafði lögregla samband við Greg, en hans var síðasta þekkta heimilisfang Dean, og kvaðst vilja ræða við sambýlismanninn. Greg sagði að hann vissi ekkert hvar Dean væri að finna, hann hefði hent honum á dyr, en bætti við að kannski þætti lögreglu áhugavert að vita að hann hefði keypt mikið magn steypu fyrir Dean í apríl 2003, um sama leyti og Maria hvarf. 

Lögregla fór að fyrrum heimili Dean og fékk leyfi nýju eigendanna til leitar. Og undir gólfi bílskúrsins fannst stór ferðataska með líkamsleifum Mariu. Voru þá níu mánuðir liðnir frá hvarfi hennar. 

Dean hafði þá flúið land en var handtekinn tveimur vikum síðar á Costa Rica þar sem hann hafði platað ungt bandarískt par til að taka hann inn. Dean virtist nefnilega geta auðveldlega kjaftað sig í gegnum allar aðstæður. 

Þau voru það heilluð af Dean að innan nokkra daga vildu þau ættleiða hann en dómari hafði fleygt þeirri beiðni í ruslið og sagt galið að fólk vildi ættleiða einstakling, eldri en þau sjálf. 

Hús Dean. Lík Mariu var undir gólfi bilskúrsins.

Enginn veit hvenær Maria dó

Dean var fluttur til Bandaríkjanna og ákærður fyrir morð en það kom ekki til réttarhalda þar sem hann gerði samning við saksóknara upp á dóm til 20 ára gegn fullri játningu. 

Sagði Dean að Maria hefði pantað hjá honum tíma til að láta fjarlægja ör sem hafði á fótum eftir slys nokkrum árum áður. Stóð hún í þeirri trú að hann væri menntaður og virtur húðsjúkdómalæknir. 

Foreldrar Mariu voru, og eru, miður sín af sorg.

Þegar að Maria mætti var Dean bæði dauðadrukkinn og vímaður. Hann sprautaði hana því með allt of miklu magni deyfilyfja sem varð til þess að Maria fékk hjartaáfall en lést þó ekki. En í stað þess að hringja á hjálp náði hann í ferðatösku sem hann hann tróð Mariu í. Var hún þá enn á lífi. 

Hann setti töskuna í bíl sinn, ók heim og gróf upp gólfið í bílskúrnum nokkrum dögum síðar. Setti hann töskuna í holuna og daginn eftir fyllti hann gólfið af steypu. Enginn veit nákvæmlega hvenær Maria dó í öllu þessu ferli.

Dean i viðtali í fyrra.

Frelsaður í matvöruverslun

Dean var sleppt úr haldi í fyrra, eftir að hafa setið inni í 17 ár. Fjölskylda Mariu mótmælti harðlega en Dean bað þau í fyrsta skipti afsökunar, sagðist hafa frelsast og iðrast gjörða sinna mikið. Cruz fjölskyldan gaf aftur á móti lítið fyrir það.

Eftir því sem best er vitað vinnur Dean nú, 65 ára, í matvöruverslun. 

Maria Cruz hvílir hjá ættingjum sínum á Filippseyjum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Yfirmaður myrta forstjórans sýnir reiði almennings skilning

Yfirmaður myrta forstjórans sýnir reiði almennings skilning
Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stytta vinnuvikuna í 4 daga – Vonast til að það auki frjósemi

Stytta vinnuvikuna í 4 daga – Vonast til að það auki frjósemi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um