Topplið Breiðabliks og Vals unnu bæði sannfærandi sigra í Bestu deild kvenna en fjórir leikir fóru fram í deildinni í kvöld.
Breiðablik tók á móti Tindastóli á heimavelli og vann þar 3-0 sigur þar sem Agla María Albertsdóttir var allt í öllu.
Valur vann góðan útisigur á sterku liði FH þar sem Ísabella Sara Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Guðmundssonar var á meðal markaskorara. Bryndís Arna Níelsdóttir, skoraði tvö marka Vals. Allt stefndi í auðveldan 0-3 sigur Vals en FH skoraði tvö þegar mikið var liðið á leikinn. Nær komst liðið þó ekki.
Í hinum leikjum kvöldsins vann Stjarnan fínan sigur á ÍBV og Þór/KA sótti stigin þrjú í Keflavík.
Breiðablik og KA eru á toppi deildarinnar með 23 stig eftir 11 umferðir en Þór/KA er fjórum stigum á eftir.
Breiðablik 3 – 0 Tindastóll
1-0 Agla María Albertsdóttir
2-0 Vigdís Kristjánsdóttir
3-0 Agla María Albertsdóttir
ÍBV 1 – 2 Stjarnan
0-1 Heiða Ragney Viðarsdóttir
1-1 Holly Oneill
1-2 Gyða Kristín Gunnarsdóttir
Keflavík 0 – 1 Þór/KA
0-1 Tahnai Lauren Annis
FH 0 – 2 Valur
0-1 Ísabella Sara Tryggvadóttir
0-2 Bryndís Arna Níelsdóttir
0-3 Bryndís Arna Níelsdóttir
1-3 Heidi Samaja Giles
2-3 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir