Eftir langa leit hefur Leeds loks tekist að finna sér knattspyrnustjóra en Daniel Farke hefur skrifað undir hjá félaginu.
Farke gerir fjögurra ára samning og er ætlað að koma Leeds aftur upp í deild þeirra bestu.
Leeds féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en Jesse March var rekinn undir lok tímabil en Sam Allardyce tók við.
Allardyce gat ekki bjargað Leeds og var ekki áfram með liðið, Farke þekkir það að fara upp úr Championship deildinni en það gerði hann með Norwich.
Leeds hefur hlerað ansi marga stjóra í sumar en enginn var klár í starfið fyrr en Farke lét slag standa.
Official, completed. Leeds Utd appoint Daniel Farke as the club’s new head coach on a four-year deal until 2027. ⚪️ #LUFC pic.twitter.com/Es61f40cYj
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 4, 2023