Thiago Alcantara miðjumaður Liverpool gæti verið á leið til Sádí Arabíu en enska félagið er tilbúið að selja hann fyrir rétt verð.
Thiago er 32 ára gamall en hann á ár eftir af samningi sínum við Liverpool og ekki stefnir í nýjan samning frá félaginu.
Thiago hefur nú þegar hafnað tilboði frá Sádí Arabíu en Sádarnir eru ekki hættir.
Sky Sports segir að Al Ettifaq sem Steven Gerrard tók við í gær ætli sér að fá Thiago og gera hann að stjörnuleikmanni félagsins.
Fenerbache í Tyrklandi hefur einnig áhuga á Thiago sem líklega verður í minna hlutverki en áður eftir kaup Liverpool á Dominik Szoboszlai og Alexis Mac Allister.
Liverpool vill bæta við fleiri miðjumönnum og því gæti félagið kosið það að losna við Thiago sem er einn af launahærri leikmönnum félagsins.