William Saliba er á barmi þess að krota undir nýjan samning við Arsenal.
Hinn 22 ára gamli Saliba var algjör lykilmaður hjá Arsenal á síðustu leiktíð þegar liðið hafnaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum og voru því margir stuðningsmenn orðnir áhyggjufullir.
Saliba mun hins vegar skrifa undir nýjan fjögurra ára samning, með möguleika á árs framlengingu, á allra næstunni.
Franski miðvörðurinn gekk í raðir Arsenal 2019 en var lánaður út þrisvar og spilaði fyrst fyrir aðalliðið á síðustu leiktíð.
William Saliba will sign official new long term contract with Arsenal very soon. It’s just matter of time — agreement sealed one month ago. ⚪️🔴 #AFC
Deal until June 2027 with option for further season. pic.twitter.com/lwNm4neSSA
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 4, 2023