Landsliðsmaður í knattspyrnu sem leikur í ensku úrvalsdeildinni verður áfram laus gegn tryggingu eftir að kona á tvítugsaldri sakaði hann um nauðgun.
Málið hefur verið í rannsókn frá því í júlí á síðasta ári þegar leikmaðurinn sem spilar í London var handtekinn.
Lögreglan hefur greint frá því að hann verði laus gegn tryggingu fram í ágúst.
Leikmaðurinn er þrítugur en næsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni hefst ellefta ágúst.
Leikmaðurinn var ekki settur til hliðar af félagi sínu á síðustu leiktíð og hélt áfram að spila þrátt fyrir ásakanir.