Dominik Szoboszlai hefur rætt við Erling Braut Haaland frá því hann skipti yfir til Liverpool.
Eins og flestir vita gekk Szoboszlai í raðir Liverpool á dögunum frá RB Leipzig. Þar var hann liðsfélagi Haaland áður fyrr.
„Við höfum talað saman. Haaland hefur líka ráðlagt mér í húsnæðismálum og við gætum orðið nágrannar,“ segir Szoboszlai.
„Hann sagði mér að margir leikmenn búa mitt á milli Manchester og Liverpool í rólegu hverfi.
Við munum setja vináttu okkar til hliðar í leikjum Liverpool gegn Manchester City. Það verður án efa frábær reynsla að mæta honum.“