Nathan Collins er genginn í raðir Brentford og er dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
Collins er miðvörður sem kemur frá Wolves.
Brentford greiðir Úlfunum 23 milljónir punda fyrir þjónustu hins 22 ára gamla Collins.
Thomas Frank, stjóri Brentford, er mikill aðdáandi Collins og lagði kapp á að fá hann.
Collins, sem er írskur landsliðsmaður, skrifar undir sex ára samning.
✍ Welcome to Brentford, Nathan Collins pic.twitter.com/FnraLE7asi
— Brentford FC (@BrentfordFC) July 4, 2023