fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Boðið upp á bólusetningar í apótekum

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 13:22

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að í samstarfi heilbrigðisráðuneytsins og Lyfju hafi verið undirbúið tilraunaverkefni um bólusetningar í apótekum sem lyfjafræðingar muni annast. Markmiðið er að bæta þjónustu við notendur, auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu, létta álagi af heilbrigðisstofnunum og efla hlutverk lyfjafræðinga innan heilbrigðiskerfisins.

Samningur um verkefnið er til hálfs árs og snýr að bólusetningum við Covid. Gert er ráð fyrir að bólusett verði í a.m.k. tveimur apótekum Lyfju og að bólusetningar verði allt að 5.000 á samningstímanum. Gert er ráð fyrir að tilraunaverkefnið hefjist næsta haust um það leyti sem hefðbundnar inflúensubólusetningar hefjast.

Heilbrigðisráðuneytið efndi fyrir nokkru til námskeiða þar sem lyfjafræðingar og fleiri heilbrigðisstéttir fengu kennslu í því að bólusetja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“