Bandaríska TikTok-stjarnan Joshua Block er mættur aftur til Íslands, en hann var hér á landi um miðjan júní í þriggja daga heimsókn. Block er með um 2,5 milljónir fylgjenda á TikTok og vakti vera hans í miðborg Reykjavíkur athygli margra þeirra sem fylgja honum.
Þó að flestir hafi tekið Block fagnandi og beðið um sjálfu með kappanum og veifað ólmir í bakgrunni margra myndskeiða hans, þá fékk Block einnig að kynnast ógestrisni landans.
Block sem er á einhverfurófinu lenti í ryskingum á djamminu, þar sem einstaklingur reyndi að ræna hattinum hans. Block var alls ekki ánægður og beit viðkomandi í handlegginn. Einnig komst það í ákveðna tísku meðal unglingsdrengja að áreita Block og niðurlægja hann og birta myndbönd af því ömurlega athæfi á samfélagsmiðlum. Sást Block hlaupa undan áreitinu.
Eitthvað hefur þó heillað kappann því hann mætti aftur í dag, 4. júlí á sjálfum þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna. Thelma Rut Elíasdóttir, Telmí Trunt eins og hún heitir á TikTok, skorar á íslendinga að gera betur í þetta sinn og taka betur á móti Block.
@worldoftshirts #huluchippendalesdance ♬ suono originale – Jr Stit
„Það gerðist allt of oft í síðustu heimsókn að fólk var að áreita hann og niðurlægja hann með því að gera grín að honum. Til dæmis að taka af honum sailor-hattinn, ljúga, hræða, elta hann og búa svo til TikTok úr því í þeirri von að fá sem flest views.
Það er tvennt ólíkt að hlæja með einhverjum og að einhverjum því þá ertu að gera grín að viðkomandi og því segi ég: verum góð við náungann, sýnum samkennd, tökum fólki eins og það er og fögnum fjölbreytileikanum í mannflórunni.“
@thelmi.trunt❤️♬ original sound – THELMÍ TRUNT