fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

TikTokstjarna mætt aftur til Íslands eftir áreitni og stríðni í fyrri heimsókn – Thelma skorar á landann að girða sig í brók og gera betur

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska TikTok-stjarnan Joshua Block er mættur aftur til Íslands, en hann var hér á landi um miðjan júní í þriggja daga heimsókn. Block er með um 2,5 milljónir fylgjenda á TikTok og vakti vera hans í miðborg Reykjavíkur athygli margra þeirra sem fylgja honum.

Þó að flestir hafi tekið Block fagnandi og beðið um sjálfu með kappanum og veifað ólmir í bakgrunni margra myndskeiða hans, þá fékk Block einnig að kynnast ógestrisni landans.
Block sem er á einhverfurófinu lenti í ryskingum á djamminu, þar sem einstaklingur reyndi að ræna hattinum hans. Block var alls ekki ánægður og beit viðkomandi í handlegginn. Einnig komst það í ákveðna tísku meðal unglingsdrengja að áreita Block og niðurlægja hann og birta myndbönd af því ömurlega athæfi á samfélagsmiðlum. Sást Block hlaupa undan áreitinu.

Sjá einnig: Einhverf TikTokstjarna lenti í áflogum á djamminu í Íslandsferð – Drekkur á við þrjá og heimsfrægum hatti stolið

Eitthvað hefur þó heillað kappann því hann mætti aftur í dag, 4. júlí á sjálfum þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna. Thelma Rut Elíasdóttir, Telmí Trunt eins og hún heitir á TikTok, skorar á íslendinga að gera betur í þetta sinn og taka betur á móti Block.

@worldoftshirts #huluchippendalesdance ♬ suono originale – Jr Stit

„Það gerðist allt of oft í síðustu heimsókn að fólk var að áreita hann og niðurlægja hann með því að gera grín að honum. Til dæmis að taka af honum sailor-hattinn, ljúga, hræða, elta hann og búa svo til TikTok úr því í þeirri von að fá sem flest views.

Það er tvennt ólíkt að hlæja með einhverjum og að einhverjum því þá ertu að gera grín að viðkomandi og því segi ég: verum góð við náungann, sýnum samkennd, tökum fólki eins og það er og fögnum fjölbreytileikanum í mannflórunni.“

@thelmi.trunt❤️♬ original sound – THELMÍ TRUNT

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram