fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Konungur rokksins gat verið einstaklega örlátur

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski tónlistarmaðurinn Elvis Presley, oft kallaður konungur rokksins, var ekki gallalaus frekar en annað fólk. Hann gat t.d. verið hrannalegur í framkomu og andleg vanlíðan átti sinn þátt í að hann lést þegar hann var aðeins 42 ára gamall.

Það hafa hins vegar verið sagðar margar sögur af miklu örlæti hans. Hann var ekkert feiminn við að deila smá skerf af sínum mikla auð með öðru fólki.

Eitt sinn var Elvis farþegi í limósínu á leið frá tónleikastað á Miami Beach. Hann spurði ökumanninn:

„Átt þú limósínuna eða vinnurðu hjá fyrirtækinu sem á hana?“

Ökumaðurinn sagðist starfa hjá fyrirtækinu.

„Þú átt hana núna,“ sagði Elvis þá og við svo búið keypti hann limósínuna og gaf ökumanninum hana.

Nánir vinir Elvis töldu að hann hefði gefið um 200 Cadillac-bifreiðar um ævina. Suma gaf hann starfsfólki sínu og aðra gaf hann ókunnugu fólki sem hafði leyft sér að dást að hans eigin Cadillac-bifreið. Eina þeira gaf hann aðdáanda sínum í afmælisgjöf.

Á einum tónleikum, árið 1975, byrjaði Elvis upp úr þurru að gefa áhorfendum í fremstu sætaröðunum skartgripi.

Hann sagði sínum nánustu samstarfsmönnum að honum væri slétt sama um þessa hluti sem hann væri að gefa.

Elvis ólst ekki upp við ríkidæmi en þegar líða fór á feril hans urðu peningar nánast sjálfsagðir fyrir honum. Kannski átti sú staðreynd að Elvis vissi hvernig það var að eiga lítið af peningum þátt í að hann var ekki feiminn við að dreifa smáræði af auð sínum til annarra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024