fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Heimsfrægir vinnufélagar tókust á um nýtt starf Gerrard og stór orð voru látin falla – „Hálfviti“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 09:30

Steven Gerrard / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinnufélagarnir á Talksport, Simon Jordan og Gabriel Agbonlahor, tókust harkalega á um nýtt starf Steven Gerrard í gær.

Gerrard hefur verið ráðinn nýr stjóri Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu. Liverpool-goðsögnin hefur einnig stýrt Rangers og Aston Villa á stjóraferli sínum en var rekin frá síðarnefnda félaginu á síðustu leiktíð.

„Ef þú vilt verða góður knattspyrnustjóri og telur þig geta það ferðu ekki til Dúbaí eða hvert sem hann er að fara,“ sagði Jordan á Talksport.

„Þessi ákvörðun er ekki tekin út frá knattspyrnusjónarmiðum. Hann mun ekki bæta sig sem þjálfari og mun ekki bæta orðspor sitt í starfinu.“

Agbonlahor svaraði vinnufélaga sínum á Twitter.

„Þú tækir ferju til Sádí ef þér yrðu boðnir svona peningar fyrir að tala í útvarpinu þar. Hættu þessu vinur, gerðu það.“ 

Jordan svaraði á ný og var ekkert að skafa af því.

„Ég myndi taka ferju hvert sem er ef ég þyrfti ekki að sjá þig aftur, hálfviti.“

Þarna fékk Agbonlahor sig fullsaddan.

„Mér líkar ekki við að það sé talað svona við mig. Við skulum ræða þetta í vinnunni á morgun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er
433Sport
Í gær

Hannes segist hafa „sprungið úr reiði“ er hann sá tilkynninguna

Hannes segist hafa „sprungið úr reiði“ er hann sá tilkynninguna
433Sport
Í gær

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford