fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Afar óhugnanlegt myndband í dreifingu – Pöbbum á barnamóti lenti saman og annar þeirra dró upp hníf

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afar óhugnanlegt atvik kom upp á barnamóti á Spáni á dögunum. Þar reyndi faðir ungs fótboltaiðkanda að stinga annan á hliðarlínunni.

Atvikið átti sér stað á Iber Cup í Cadiz á Spáni. Þar má sjá slagsmál brjótast út á milli tveggja manna, en fjöldi barna var í kringum þá.

Annar mannanna tók þá upp hníf og reyndi augljóslega að stinga hinn, áður en gerandinn var dreginn í burtu.

Sá sem varð fyrir árásinni gekk í burtu og hélt um höfuðið, en ekki er ljóst hvort hann hafi hlotið stungusár.

Faðir reyndi að stinga annan föður á leik milli barnaliða í Cadiz,segir í frétt Marca um málið. Gjörsamlega stjórnlaus einstaklingur reyndi að stinga annan mann í slagsmálum á Iber Cup barnamótinu.

Annar spænskur miðill, Cope, segir manninn hafa hótað öðrum áður en hann dró fram hnífinn og reyndi að stinga hinn aðilann. Þar kemur fram að maðurinn með hnífinn hafi verið handtekinn.

Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ronaldo fékk gefins 30 milljóna króna bíl í gær – Sjáðu gripinn

Ronaldo fékk gefins 30 milljóna króna bíl í gær – Sjáðu gripinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim að átta sig á stöðunni og verkefnið hjá United er miklu erfiðara en hann taldi

Amorim að átta sig á stöðunni og verkefnið hjá United er miklu erfiðara en hann taldi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf
433Sport
Í gær

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð