Afar óhugnanlegt atvik kom upp á barnamóti á Spáni á dögunum. Þar reyndi faðir ungs fótboltaiðkanda að stinga annan á hliðarlínunni.
Atvikið átti sér stað á Iber Cup í Cadiz á Spáni. Þar má sjá slagsmál brjótast út á milli tveggja manna, en fjöldi barna var í kringum þá.
Annar mannanna tók þá upp hníf og reyndi augljóslega að stinga hinn, áður en gerandinn var dreginn í burtu.
Sá sem varð fyrir árásinni gekk í burtu og hélt um höfuðið, en ekki er ljóst hvort hann hafi hlotið stungusár.
„Faðir reyndi að stinga annan föður á leik milli barnaliða í Cadiz,“segir í frétt Marca um málið. „Gjörsamlega stjórnlaus einstaklingur reyndi að stinga annan mann í slagsmálum á Iber Cup barnamótinu.“
Annar spænskur miðill, Cope, segir manninn hafa hótað öðrum áður en hann dró fram hnífinn og reyndi að stinga hinn aðilann. Þar kemur fram að maðurinn með hnífinn hafi verið handtekinn.
Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu.
Torneo #Ibercup de Fútbol Base disputado en Sotogrande, y se produce esta pelea entre padres con los niños de por medio. Pocas cosas nos pasan…
🎥 @Papaenamarillo pic.twitter.com/pzW80iEUug— Pável Fernández (@PavelFdez) July 2, 2023