fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Á meðan margir fögnuðu í síðustu viku spáði Ríkharð í þessu – „Er þetta ekki pínu vandræðalegt?“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 08:00

Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G. Mynd: Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlalið Breiðabliks þurfti að taka þátt í umspili um sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku. Þeir eru síðasta íslenska liðið til að taka þátt í umspilinu í bili.

Blikar unnu örugga sigra á Tre Penne frá San Marínó og Buducnost frá Svartfjallalandi í umspilinu í síðustu viku en leikið var á Kópavogsvelli. Þar með tryggðu Íslandsmeistararnir sér sæti í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þar verður andstæðingurinn Shamrock Rovers frá Írlandi.

„Er þetta ekki pínu vandræðalegt? Að við þurfum að spila við svona lið til að halda áfram í Meistaradeildinni. Þeir kunnu ekki að taka innköst,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, í nýjasta þætti Þungavigtarinnar.

Við Íslendingar getum þó huggað okkur við það að vegna góðs árangurs í Evrópukeppnum á síðustu leiktíð þurfa Íslandsmeistarar þessa árs ekki að taka þátt í umspilinu næsta sumar.

Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var einnig í setti og benti á að íslensk lið, sem og lið í deildum þar sem leikið er á sumrin, hafi ákveðið forskot.

„Þetta (Buducnost) er alveg alvöru lið, þeir eru bara á undirbúningstímabilinu. Það er það sem menn átta sig stundum ekki á hérna heima, að forskotið sem við höfum til að koma okkur áfram er að við erum á hápunkti tímabilsins á meðan hin eru að byrja.

Þegar þú ferð sunnar í álfuna eru lið kannski að byrja að æfa í júlí og menn bara kallaðir í þessi verkefni með viku fyrirvara í engu standi. Þetta er kosturinn. Nú eru liðin hér heima, eins og Víkingur og Breiðablik, orðin mun betri og þá lenda þessi lið bara í veseni,“ sagði Arnar í Þungavigtinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli