fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Fyrrum borgarfulltrúi ósáttur við að lögreglumenn beri byssur þegar þeir kaupi sér skyr – „Þetta er alvarlega fokkað!“

Eyjan
Mánudaginn 3. júlí 2023 18:31

Vopnaður lögreglumaður kaupir sér skyr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan um vopnavæðingu lögreglunnar og auknar valdheimildir hennar hefur verið hávær undanfarin misseri. Ekki síst í kjölfar þess að yfirvöld fjárfestu duglega í vopnabúri lögreglu í aðdraganda leiðtogafunds Evrópuráðsins sem fram fór hérlendis um miðjan maí síðastliðinn. Sitt sýnist hverjum um þá ráðstöfun og hafa meðal annars ýmsir gagnrýnt að lögreglan hafi verið vígbúin nánast í skjóli nætur án þess að nokkur umræða hafi farið fram.

Þórgnýr Thoroddsen, fyrrum borgarfulltrúi Pírata, er einn þeirra sem er ósáttur við vígbúnaðinn. Hann birti neðangreinda mynd á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu, þar sjá má vopnaðan lögreglumann kaupa sér nesti, og spyr hvort að ekki sé hægt að sammælast um það að laganna verðir séu ekki með byssur á sér við slík erindi.

„Pæling. Nú skil ég alveg að það sé hugsanlega sniðugt að lögreglufólk hafi aðgengi að skotvopnum í aðstæðum sem þess krefjast. Getum við, sem samfélag, samt sammælst um að lögreglan þurfi ekki að bera skammbyssur þegar þau fara í Nettó að kaupa sér Skyr? Þetta er alvarlega fokkað!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg