Steven Gerrard hefur verið ráðinn nýr stjóri Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu. Félagið staðfestir þetta á samfélagsmiðlum.
Gerrard heimsótti Sádi-Arabíu á dögunum og var í viðræðum við félagið. Upp úr þeim slitnaði og var talið að Gerrard myndi afþakka boð um að taka við liði þar í landi.
Al-Ettifaq náði hins vegar að sannfæra Gerrard um að koma aftur í viðræður við félagið og nú er hann tekinn við sem stjóri.
Gerrard hefur einnig stýrt Rangers og Aston Villa á stjóraferli sínum.
Liverpool-goðsögnin var rekin frá Villa á síðustu leiktíð en er nú kominn í nýtt starf.
هنا منبع الأساطير ❤️💚
يُسعدنا الإعلان عن التعاقد مع جيرارد كمدرب لنادي الاتفاق ✍️#جيرارد_اتفاقي pic.twitter.com/Q5e6HpzXLC
— نادي الاتفاق (@Ettifaq) July 3, 2023