Mason Mount er að ganga í raðir Manchester United á 60 milljónir punda.
Kappinn átti ár eftir af samningi sínum við Chelsea en vildi ekki skrifa undir nýjan. Félagið vildi því selja hann í sumar og verður United næsti áfangastaður, en aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum.
Gömul ummæli Lionel Messi hafa komið upp á yfirborðið í kjölfar frétta af yfirvofandi skiptum Mount til United.
Árið 2020 var Messi beðinn um að velja unga leikmenn sem gætu náð langt.
„Eftir að hafa séð hann spila myndi ég segja að hann hafi það sem til þarf til að verða einn sá besti,“ sagði Messi um Mount á sínum tíma.