fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Margrét Erla deilir bransaráðum – „Það er staðreynd að það eru fleiri sem óttast að tala í míkrafónn en að drukkna“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 3. júlí 2023 15:30

Margrét Erla Maack er svo ótrúlega margt, meðal annars vinsæll plötusnúður, veislustjóri, dansari, danskennari og spurningahöfundur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Erla Maack konan með mörgu titlana er ekki aðeins danskennari, dj, athafnastjóri og fleira. Hún er einnig vinsæll veislustjóri og deilir þeirri reynslu sinni og þekkingu með fleirum á veislustjóranámskeiðum en nýlega hélt hún námskeiðið í fimmta sinn.

„Það er staðreynd að það eru fleiri sem óttast að tala í míkrafónn en að drukkna. Það er ekki bara fólk sem ætlar sér að verða veislustjórar í atvinnuskyni sem kemur á námskeiðið heldur er þetta líka svona: „Ég  hef aldrei talað í míkrófón fyrir framan fólk og besta vinkona mín er að gifta sig og ég veit bara ekkert.“ Þetta er stór dagur,“ sagði Margrét Erla í samtali við Kristínu Sif og Þór Bæring í morgunþættinum Ísland vaknar í lok síðustu viku.

Margrét Erla segir í samtali við DV að ekki sé komin dagsetning á næsta námskeið, en hægt er að skrá sig á póstlista á heimasíðu hennar og/eða biðja um einkanámskeið. 

Á K100 segist Margrét Erla hafa rekið sig á alls konar hindranir í veislustjórastarfinu og deilir hún þeim á námskeiðinu til að geta komið í veg fyrir að aðrir lendi í sömu vandræðum. Stærsta klúðrið segir hún líklega að eiga ekki handrit til viðbragðs ef einhver sem er of drukkinn vill taka upp hljóðnemann. Segir hún að drukkið fólk sé eins og leikskólabörn og það sé því lykilatriði að vera bæði „skýr en hlýr“.

Fyrir suma dugi að segja þeim að þeir hafi drukkið aðeins of mikið en aðra þurfi að dekstra aðeins meira. „Og sumum þarftu bara að hleypa í míkrófóninn og lækka í honum,“ segir Margrét Erla sem segist ekki mæla með slíku, þó hún hafi þurft að grípa einu sinni til þess, en hún segir viðkomandi hafa verið það drukkinn að hann tók ekkert eftir að veislugestir voru bara farnir út á dansgólfið.

Aðspurð um hvort hún muni eftir fyrsta veislustjóragigginu sínu svarar Margrét Erla játandi, en það fór fram í Glasgow hjá Vinnumálastofnun.

Veislustjóri þarf að vera eins og harmonikka

Margrét segir mikla pressu fólgna í starfi veislustjóra og stundum þurfi hann að vera eins og hann sé harmonikka. Með því á hún við að veislustjóri þarf að geta aðlagað að breytingum á tímasettum viðburðum á dagskrá veislunnar eins og harmonikka teygist út og inn við spilun. Sem dæmi ef að kakan á að koma kl. 21.30, en svo verður breyting á og kakan verður ekki borin fram fyrr en kl. 22. „Þú þarft að vera harmonikka á milli. Stundum þarftu að stytta þig, stundum þarftu að lengja þig.“

Margrét segir fólk gjarnan fá vini sína eða ættingja til að annast veislustjórnun, þannig er veislustjórinn einnig gestur í veislunni, en hann missi þá gjarnan af veisluhöldunum. „Oft er þetta fólk sem stendur manni nálægt og maður vill ekki missa af veislunni sjálfur,“ segir Margrét Erla og  segir þannig að það sé ekki síður sniðugt að ráða manneskju í starfið.

 „Ég man að fyrst þegar ég fékk svona skilaboð fyrir 15 árum hvort ég gæti veislustýrt hjá fólki sem ég þekkti ekki neitt og ég var bara:  „Vá hvað þetta er skrýtið að eiga enga vini sem geta gert þetta.“ Og þá kom í ljós að þau áttu 80 vini sem gátu verið veislustjórar og vildu ekki gera upp á milli. Þetta er langoftast það. Stundum er það líka að það eru ekki allir bara: „Er míkrafónn? Er gítar?

Af hverju ættir þú að fá einhvern sem hefur aldrei eldað áður til að elda fyrir brúðkaupið þitt? Það getur verið ákveðið áhættuatriði og það getur líka verið það ef einhver er óöruggur og líður illa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram