Nestisboxið hefur verið í notkun í tvö ár og fer dóttir hennar með það á hverjum degi í skólann.
Móðirin, Ashleigh, birti myndband af sér þrífa það á TikTok og er óhætt að segja að netverjum hryllti við.
Fjöldi mæðra skrifuðu við færsluna og sögðust vera farnar að þrífa nestisbox barnanna sinna.
Nestisboxið er hólfaskipt og á milli hólfanna eru silíkon rendur. Undir þeim var svört mygla en Ashleigh hefur alltaf þrifið boxið eftir hverja notkun, en datt aldrei í hug að það þyrfti að fjarlægja silíkonið.
„Ég er að vekja athygli á þessu svo að foreldrar þrífi box barnanna sinna gaumgæfilega,“ segir hún.
@ashleighjade08OH MY GOSH! If your child has a go green lunch box- clean it STAT