fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu hjá Val – „Fasteignafélagið það vill segja Valur með puttann á púlsinum“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. júlí 2023 10:31

Benitez og Gylfi Þór Sigurðsson störfuðu saman hjá Everton. Mynd/Everton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttafréttamaðurinn, Guðjón Guðmundsson segir frá því að Gylfi Þór Sigurðsson sé mættur á æfingu hjá Val. Er þetta í fyrsta sinn sem Gylfi sést á æfingu á Íslandi eftir heimkomu.

Gylfi Þór hefur átt í viðræðum við DC United í Bandaríkjunum en óvíst er hversu langt viðræðurnar eru komnar.

„Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu hjá Val í þessum töluðu orðum. Virkar lipur og í formi. Fasteignafélgið það vill segja Valur með puttann á púlsinum. Þorgeir Ástvalds vinur minn fór langt á puttanum. Árið er? Eina,“ skrifar Gaupi

Valur hefur verið eitt þeirra liða sem Gylfi er orðaður við en fleiri lið á Íslandi hafa sýnt honum áhuga.

Gylfi Þór hefur ekki leikið knattspyrnu í um tvö ár en mál hans í Bretlandi var fellt niður í maí, ljóst er að Gylfi stefnir á endurkomu í fótbolta.

Gylfi er 33 ára gamall en DC United hefur áhuga á að semja við hann auk fleiri liða erlendis, möguleiki er á því að Gylfi sé aðeins að æfa með Val til að koma sér í betra form frekar en að horfa til þess að semja við félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kraftaverk að hann sé á lífi eftir áreksturinn

Kraftaverk að hann sé á lífi eftir áreksturinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal býst við að lykilmaðurinn verði með um helgina

Arsenal býst við að lykilmaðurinn verði með um helgina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars
433Sport
Í gær

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu