Jorge Mas forseti Inter Miami segir að félagið vilji fá tvo leikmenn til viðbótar til að styrkja liðið og hjálpa Lionel Messi.
Segir Mas að félagi sé að skoða það að fá bæði Jordi Alba og Luis Suarez sem eru góðir vinir Messi.
Inter Miami virðist ætla að ná í vini Messi til félagsins en Sergio Busquets miðjumaður kom til félagsins frá Barcelona á dögunum.
„Við viljum tvo til þrjá leikmenn til viðbótar,“ segir Mas um stöðu mála.
„Við höfum rætt við Jordi Alba, á meðan er Luis Suarez með samning en það er klásúla sem er hægt að virkja. Við sjáum til hvað við gerum þar.“
Suarez er nú hjá Grêmio í Brasilíu en hann og Messi áttu afar gott samband hjá Barcelona.