fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Aðdáandi söngkonunnar heimsfrægu slær í gegn á samfélagsmiðlum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 3. júlí 2023 09:00

Taylor Swift er ein stærsta poppstjarna heims

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur tónlistarmanna gera hvað sem er til að bera goð sitt augum á tónleikum, þar á meðal að skrópa í vinnunni. Einn aðdáenda bandarísku söngkonunnar Taylor Swift gerði akkúrat það. Aðdáandinn sem búsettur er í Cincinnati í Bandaríkjunum tilkynnti sig veika í vinnuna á fimmtudag til að geta mætt með þeim fyrstu í röð til að kaupa varning sem í boði var fyrir tónleika söngkonunnar á laugardag.

Til að koma í veg fyrir að þekkjast þá dulbjó aðdáandinn sig með eftirtektarverðum hætti, svo að vinnuveitandinn kæmist ekki á snoðir um að starfsmaðurinn væri í röð í stað þess að liggja heima veikur. Aðdáandinn virðist hafa sótt innblástur dulargervisins í myndband Swift Anti-Hero. 

Skjáskot úr Anti-Hero myndbandinu

Myndband af aðdáandanum eldheita hefur vakið mikla kátínu meðal netverja, en eins og sjá er hann með teppi yfir höfðinu og sólgleraugu þar yfir. Í viðtali við WKRC kemur fram að í röðinni var annar einstaklingur sem einnig hafði skrópað í vinnunni þennan dag. „Hér eru tveir Swifties, sem við munum ekki segja deili á, þar sem báðir tilkynntu sig veika í vinnuna í dag,“ segir fréttakonan og bætir við að báðir hafi ferðast frá Cincinnati til Louisville og beðið í röð yfir nóttina með von um að ná að kaupa einhver varning merktan tónleikaferðalaginu.

Tónleikaferðalag Swift, Eras Tour, hefur slegið í gegn vestanhafs og segjast fræðingar ekki hafa séð aðrar eins vinsældir síðan Bítlarnir heimsóttu Bandaríkin fyrir áratugum síðan. Allir tónleikar eru uppseldir og má sjá fjölda aðdáenda söngkonunnar mæta fyrir utan tónleikastaðina, miðalausa í þeirri von að geta þó allavega sungið með í fjarlægð. Fregnir bárust af einum aðdáenda sem réð sig sem öryggisvörð eftir að hafa misst af miðakaupum. 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone