Masoun Mount er mættur á æfingasvæði Manchester United til að gangast undir læknisskoðun en hann hefur þegar samið um kaup og kjör.
Mount mun skrifa undir fimm ára samning við United en félagið hefur svo möguleika á að framlengja hann um eitt ár eða til ársins 2029.
United mun borga 60 milljónir punda fyrir Mount sem er talsvert minna en Chelsea ætlaði sér.
United borgar 55 milljónir punda í öruggar greiðslur og 5 milljónir punda í mögulega bónusa.
Mount er 24 ára gamall og átti ár eftir af samningi sínum við Chelsea, hann lét félagið viti að hann vildi burt.
Mount er enskur landsliðsmaður sem átti þó ekki sitt besta tímabil síðast eins og aðrir hjá Chelsea.
✅ Mason Mount is at Carrington this morning for his #mufc medical. [@RichFay]
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) July 3, 2023