fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Ráðgátan um stúlkurnar þrjár loksins leyst

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 3. júlí 2023 07:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd af þremur gyðingastúlkum á flótta frá Þýskalandi í síðari heimsstyrjöldinni árið 1939 hefur valdið mönnum heilabrotum í en 80 ár. Myndin hefur birst víða, á söfnum, í ritum og á sýningum, en hingað til hefur verið ráðgáta hverjar stúlkurnar eru. Þar til í dag, en í frétt BBC er greint frá málinu. 

Inge Adamecz var fimm ára þegar myndin var tekin á Liverpool Street lestarstöðinni í London í Bretlandi. Hún hafði flúið heimili sitt í Breslau í Þýskalandi, nú Wroclaw í Póllandi, ásamt tíu ára systur sinni Ruth. Móðir þeirra og yngri systir urðu eftir og voru myrtar í Auschwitz, útrýmingarbúðum nasista. Inge man ekki eftir myndinni og vissi ekki af henni í áratugi, fyrr en hún rakst á myndina af sér og systur sinni í Never Again, bók eftir sagnfræðinginn Martin Gilbert. Ruth lést árið 2015.

Systurnar Gretel, Ruth og Inge

„Þetta kom mjög á óvart. Ég skrifaði höfundinum og sagði honum að ég væri á lífi. Fólk hefur líkt mér við barnastjörnuna Shirley Temple og spurt af hverju ég brosi svona breitt á myndinni. Þú sérð Ruth, hún er miður sín yfir því sem var í gangi,“ segir Inge, sem segist engin deili vita á stúlkunni sem heldur á dúkku á myndinni, sem hefur verið notuð sem eins konar helgimynd helfararinnar og Kindertransport, fjöldaflutninga barna gyðinga frá Þýskalandi nasista árið 1939. Inge, sem nú er 89 ára og býr í suðurhluta London, hefur beðið í meira en 80 ár eftir að komast að nafni stúlkunnar sem leyfði henni að leika með dúkkuna hennar. 

Stúlkan með dúkkuna var hin 10 ára gamla Hanna Cohn, sem kom með sömu lest og systurnar, ásamt tvíburabróður sínum Hans, síðar kallaður Gerald, frá Halle í Þýskalandi. Á myndinni má sjá í buxnaskálmar bróðursins lengst til hægri. Hanna, sem lést árið 2018, sagði í viðtali við háskólann í London að hún mundi ekki eftir myndatökunni, en hún mundi eftir ferðalaginu og dúkkunni.

Myndplata ljósmyndarinnar er varðveitt hjá Getty Images

„Ég man að ég fór í gegnum Holland og góðar konur gáfu okkur klístraðar bollur og límonaði.

Við komumst að Liverpool Street stöðinni með þessari lest frá Harwich og ég man að sætin voru bólstruð, ekki viðarsæti og ég hafði miklar áhyggjur af því að við hefðum verið sett á fyrsta farrými fyrir mistök. Ég hafði líka áhyggjur af því að við værum að fara á Liverpool Street, þar sem ég hélt að við værum að fara til London og Liverpool væri annars staðar. Við komum síðan í þennan stóra sal og ég man að ég kreisti dúkkuna mína, Evelyn.“

Hanna fékk fyrst vitneskju um myndina eftir að bróðir hennar sá hana á sýningu í Camden Library í London í tilefni af 50 ára afmæli Kindertransport. Hanna segir að tvíburadætur hennar, Debbie og Helen Singer, hafi alltaf verið forvitnar um hverjar hinar tvær stelpurnar á myndinni væru.

Hanna Cohn lést árið 2018.

Í janúar á þessu ári, meira en 80 árum eftir að myndin var tekin, uppgötvuðu dætur hennar sannleikann eftir að hafa rekist á hlaðvarpsþáttaröð frá BBC. Sagan okkar, Stúlkurnar: Öruggt hús Helfararinnar (e. The Girls: A Holocaust Safe House) sagði frá farfuglaheimili þar sem systurnar Inge og Ruth höfðu dvalið í stríðinu.

„Þetta var minningardagur helfararinnar og vinur minn sendi mér hlekk á fréttina á vefsíðu BBC,“ sagði Helen. „Ég hugsaði: „Af hverju er hún að senda mér þennan hlekk“ og ég fletti áfram og sá myndia af mömmu og nöfn tveggja annarra stúlkna, Ruth og Inge.

„Við vorum svo spenntar. Ég sendi Debbie sms og ég sagði: „Við höfum fundið stelpurnar“.“

Inge hitti dætur Hönnu, Helen og Debbie, í janúar.

Í apríl hitti Inge dætur Hönnu í Imperial War Museum í London, þar sem myndin hefur verið til sýnis í meira en 20 ár, til að fræðast meira um fjölskyldur þeirra beggja og hvað gerðist eftir að myndin var tekin.

„Inge er þessi sérstaka manneskja í lífi okkar. Ég held að mamma yrði virkilega stolt af okkur,“ sagði Debbie. „Hún talaði alltaf um þessar tvær litlu stúlkur og staðreyndin að við höfum fundið þær væri mjög mikilvæg fyrir hana.

Hver er ljósmyndarinn sem tók þessa frægu mynd?

Samkvæmt skrám hjá Getty Images Hulton Archives er vitað að hann hét Stephenson og vann fyrir Topical Press Agency, en þar störfuðu yfir 1.000 ljósmyndarar sem útveguðu myndir dagblaðaiðnaðinn. Í dagbók þar sem vinna hans er skráð er merkt á daginn 5. júlí 1939, „Three little children waiting at Liverpool Street Station“, með nafni ljósmyndarans Stephenson á spássíu.

Líklega er um skotann John F Stevenson að ræða og með aðstoð frá skosku skjalaskrifstofunni tókst að hafa upp á fjölskyldu hans. 

Ljósmyndarinn John F. Stevenson

„Við vissum að hann hafði tekið myndir allt sitt líf og við eigum fullt af myndum hans. Við vissum að þetta væri stór hluti af lífi hans. En það var alltaf á efri árum hans, þannig að þessi opinberun um nokkuð fjölbreyttan feril seint á þriðja áratugnum kom okkur á óvart, enn er stórkostlegt. Við vissum ekkert um ljósmyndaferil hans sunnan landamæranna. Svo að uppgötva svona sögu sem við vissum ekkert um var raunveruleg opinberun og við erum enn að átta okkur á að þetta hafi verið hann, en þetta er bara alveg yndislegt,“ segir barnabarn hans, Gordon Stevenson blaðamaður, sem heillaðist af sögunni um feril afa síns sem sjálfstætt starfandi blaðaljósmyndari seint á þriðja áratugnum.

Gordon Stevenson blaðamaður

Ljósmyndin birtist í landsblaðinu The News Chronicle daginn eftir að hún var tekin, en var síðan aðeins notuð einstaka sinnum fram á stafræna öld, þegar hún birtist æ oftar í dagblöðum og sýningum.

Getty Archives hefur nú uppfært skrár sínar þannig að myndatextinn sem fylgir myndinni inniheldur nöfn allra þriggja stúlknanna.

„Mér finnst þettta frábært að nafn móður okkar og hvaðan hún kom er núna loksins skráð við myndina, ásamt Inge og Ruth og þær eru ekki bara nafnlaus börn,“ sagði Debbie.

Helen tekur undir orð systur sinnar: „Þetta voru ekki bara „þrjár litlar stúlkur“, þetta var fólk sem átti nafn og líf sem skipti máli. Þær eiga skilið að vera nafngreindar og við teljum að móðir okkar hefði verið ánægð með þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram