Varnarmaðurinn efnilegi Levi Colwill neitar að skrifa undir nýjan samning við Chelsea þessa stundina.
Chelsea vill ólmur fá Colwill til að skrifa undir nýjan samning en hann er 20 ára gamall og þykir afar efnilegur.
Hann spilaði með Brighton í láni á síðustu leiktíð og stóð sig vel.
Colwill vill hins vegar ekki krota undir framlengingu fyrr en hann fær að ræða við Mauricio Pochettino, stjóra liðsins.
Colwill hefur hingað til ekki fengið að ræða við Pochettino sem var ráðinn til starfa eftir síðasta tímabil.