Patrick Vieira hefur landað nýju starfi í fótboltanum og er nú þjálfari Strasbourg sem leikur þar í efstu deild.
Félagið var keypt af Todd Boehly og eigendum Chelsea á dögunum.
Eigendur félagsins voru verulega ósáttir með komu Todd Boehly til félagsins og vildu hann burt.
Eigandinn vonar að ráðningin á einum fremsta knattspyrnumanni Frakklands verði til að róa mannskapinn.
Vieira þjálfaði áður Nice í Frakklandi en tók svo við Crystal Palace en var rekinn úr því starfi á síðustu leiktíð.