fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Gugga ólst upp við mikið rótleysi – „Móðir mín taldi alltaf að næsti karlmaður myndi redda málunum‟

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 2. júlí 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er á fimmtugsaldri, kemur ekki fram undir nafni sökum sögu sinnar og átaka við móðurhluta fjölskyldu sinnar. Hún er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman

Við ætlum að kalla hana Guggu og er hún nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman. Til tveggja ára aldurs ólst hún upp hjá báðum foreldrum sínum, ásamt eldri systur sinni. 

„Eftir skilað foreldra minna tók við flökkulíf og mikið rótleysi þar sem blóðmóðir mín hélt alltaf að næsti karlmaður myndi redda málunum eða næsti staður.‟

Engum grunnþörfum mætt

Gugga lýsir því hvernig hún var frá unga aldri farin að sýna áhættuhegðun á borð við að stela og brjóta reglur almennt. 

„Ég skildi aldrei til hvers klukka var, ég fór ekki eftir því að koma heim á matartíma og vildi bara vera úti, í burtu frá heimilinu.‟ 

Ung var Gugga send í sveit yfir sumartímann, hún var alltaf eina systkinið sem var sent út af heimilinu. Gugga var rótlaus, fékk aldrei að festa rætur og eignast vini og var hennar grunnþörfum aldrei mætt á heimilinu. 

„Ég fékk aldrei ný nærföt, ný föt, snyrtivörur eða annað. Ég fékk bara slitið frá stóru systur minni. Ég fékk aldrei knús, ást eða umhyggju,‟ segir hún og bætir við að hún hafi ákveðið snemma í lífinu að verða aldrei eins og blóðmóðir sín. 

Mistnotkun í tvígang

Unglingsárin voru strembin, flutningar milli landa, ofbeldið á heimilinu jókst, Gugga fór í uppreisn og endaði á að strjuka að heiman í lengri tíma. Hún segir frá misnotkun sem hún varð fyrir í tvígang sem barn og svo atviki sem gerðist þegar hún var 12 ára, það atvik sneri öllu á hvolf.

Á endanum kom barnavernd inn í mál hennar og hún fór heim en það dugði skammt því hún fór endanlega að heiman 15 ára gömul. 

Gugga varð sjálf móðir 17 ára og var þá í ofbeldissambandi. Hún segir okkur frá því hvernig hún sé ekki gerð til að vera undirgefin húsmóðir. Seinna eignaðist hún tvö börn með öðrum manni og menntaði sig. 

Áföll ofan á áföll hafa orðið til þess að hún er þar sem hún er í dag. Gugga er sterk, þakklát fyrir að vera móðir og amma, það eru titlar sem þarf að vinna sér inn fyrir, eins og hún útskýrir í þættinum.

„Ha, hver?‟

Aðspurð hvers vegna hún kallar mömmu sína blóðmóður segir hún: „Ha, hver?‟

„Móðurleggur fjölskyldunnar er eins og lélegt áhugamannaleikhús, þú veist aldrei hver er að leika hvern og hver er að fóðra hvern með upplýsingum.‟

Það má hlusta á viðtalið við Guggu í heild sinni á hlaðavarpinu Sterk saman

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það