fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Framtíðin er björt: Synir þekktra Íslendinga á skotskónum í úrslitaleik Orkumótsins

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. júlí 2023 07:00

Liðin að leik loknum. Mynd/Orkumótið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var Stjarnan sem sigraði Orkumótið í Vestmannaeyjum í ár. Þeir mættu KR-ingum í jöfnum og mjög spennandi úrslitaleik þar sem að Stjörnumenn komust yfir í upphafi leiks. Greint er frá þessu á vef Orkumótsins.

Mörk Stjörnunnar í leiknum gerðu þeir Róbert Páll Veigarsson, Baldur Ari Baldursson og Jason Valur Guðjónsson. Allir eiga þeir feður og sumir mæður sem hafa náð langt í íþróttum

Róbert Páll á ekki langt að sækja íþróttahæfileika sína en hann er sonur Veigars Páls Gunnarsson fyrrum landsliðsmanns í knattspyrnu.

Leikmaður Stjörnunnar fagnar.
Mynd Orkumótið

Jason Valur hefur svo fengið íþróttahæfileika frá pabba sínum en hann er sonur Guðjóns Vals Sigurðssonar sem er einn fremsti handboltamaður allra tíma.

Baldur Ari er svo sonur Baldurs Sigurðssonar fyrrum leikmanns Stjörnunnar og fleiri liða og Pála Marie Einarsdóttir fyrrum leikmaður Vals er móðir hans. Bæði Pála og Baldur léku nokkra landsleiki fyrir Íslands hönd.

Mörkin og öll helstu atvik úr leiknum má sjá hér að neðan.

Orkumótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1984. Á mótinu keppir 6. flokkur karla, eldra ár, í knattspyrnu og hafa margir af bestu knattspyrnumönnum landsins tekið þátt í mótinu á sínum yngri árum.

Mikill fjöldi fólks leggur leið sína til Vestmannaeyja þessa helgi á hverju ári og er stemmingin innan sem utan vallar jafnar iðulega ólýsanleg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skoraði stórkostlegt mark frá miðjuboganum – Sjáðu myndbandið

Skoraði stórkostlegt mark frá miðjuboganum – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vestri samdi við sænskan miðjumann

Vestri samdi við sænskan miðjumann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Í gær

Kraftaverk að hann sé á lífi eftir áreksturinn

Kraftaverk að hann sé á lífi eftir áreksturinn
433Sport
Í gær

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“