fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Harmleikurinn í Eystrasalti þar sem mæðgin létust tekur óvænta og nöturlega stefnu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. júlí 2023 08:00

Harmleikurinn átti sér stað í Stena Spirit-ferjunni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni bárust fréttir af hræðilegu slysi um borð í farþegaferju í Eystrasaltinu þar sem sjö ára drengur féll útbyrðis í ískalt hafið. Móðir drengsins, sem var 36 ára gömul, átti að hafa kastað sér á eftir syni sínum og urðu afleiðingarnar þær að mæðginin, sem voru frá Póllandi,  létust bæði.

Atvikið hræðilega átti sér stað síðastliðinn föstudag um borð í Stena Spirit-ferjunni sem siglir á milli Gdynia í Póllandi til Karlskrona í Svíþjóð. Fjölluðu helstu fjölmiðlar heims um hetjudáð móðurinnar sem árangurslaust freistaði þess að bjarga syni sínum.

Afar umfangsmiklar björgunaraðgerðir voru settar í gang meðal annars með hjálp flugvéla frá NATO. Að endingu tókst að finna mæðginin en voru þau úrskurðuð látin skömmu síðar.

Nú berast hins vegar þau tíðindi að málið sé rannsakað sem morð en að sjónarvottur hafi séð móðurina, sem hét Pauline, grípa son sinn og stökkva útbyrðis. Aðrir sjónarvottar hafa sagt að Pauline hafi litið þreytulega út og virst líða illa.

Sænska lögreglan sendi frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að frásögn sjónarvotta og ýmsar aðrar vísbendingar, á borð við upptökur úr öryggismyndavélum, styddu við þá ákvörðun að málið sé rannsakað sem morð. Hins vegar ítrekaði lögreglan að enginn væri grunaður um að aðild að málinu og ekki stæði til að leggja fram neinar kærur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“