Stjórn Íslandsbanka hefur boðað til hluthafafundar þann 28. júlí næstkomandi. Mbl.is greinir frá.
Á fundinum verður kosið í stjórn bankans, varastjórn og formann stjórnar.
Einnig verður fjallað um efni sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabankans en bankinn féllst á að greiða háa sekt vegna lögbrota við sölu á hlut í bankanum þar sem farið var illilega á svig við reglur.
Fundurinn verður á Grand Hótel Reykjavík þann 28. júlí kl. 11.