Það kom Ray Parlour verulega á óvart þegar Arsenal festi kaup á sóknarmanninum Kai Havertz frá Chelsea.
Arsenal borgar 65 milljónir punda fyrir Havertz en hann getur leyst margar stöður í sókninni.
Parlour telur þó að Arsenal þurfi alvöru níu og er hissa á að félagið hafi borgað svo háa upphæð fyrir Þjóðverjann.
,,Kaupin á Havertz komu mér verulega á óvart því þeir þurftu á alvöru framherja að halda,“ sagði Parlour.
,,Gabriel Jesus er þarna, Eddie Nketiah hefur gert vel þegar hann fær tækifærið en þeir þurfa betri sóknarmann.“
,,Þeir ákváðu hins vegar að eyða hárri upphæð í Havertz. Edu og Mikel Arteta hljóta að sjá eitthvað.“