Harry Kane er sterklega orðaður við Bayern Munchen þessa dagana og gæti vel verið á förum frá Tottenham í sumar.
Kane hefur raðað inn mörkum fyrir Tottenham í mörg ár og mun bæta markamet Alan Shearer ef hann heldur sig á Englandi.
Shearer skoraði 260 mörk í úrvalsdeildinni á sínum tíma sem leikmaður og hefur haldið metinu í langan tíma.
Kane hefur skorað 213 mörk og er enn ekki orðinn þrítugur en Shearer vonast innilega til þess að hann haldi til Þýskalands.
Shearer segir í samtali við Athletic að hann muni sjálfur keyra hann til Þýskalands ef Kane hefur áhuga á að færa sig þangað.
,,Ef Harry vill fara til Bayern þá skal ég keyra helvítis bílinn hans sjálfur til Þýskalands,“ sagði Shearer hlæjandi.