Kai Havertz gekk í raðir Arsenal í sumar en hann kemur til félagsins frá Chelsea.
Havertz kostaði Arsenal 65 milljónir punda og er Chelsea að fá ansi góða upphæð fyrir leikmanninn sem sýndi ekki mikið á Stamford Bridge.
Samkvæmt Bild í Þýskalandi er Havertz nú lang launahæsti leikmaður Arsenal og fær 385 þúsund evrur á viku.
Það er miklu meira en Thomas Partey fær en hann var launahæsti leikmaður Arsenal fyrir komu Havertz.
Partey er talinn vera á 230 þúsund evrum á viku en hann gæti vel verið á förum frá Arsenal í sumar.
Enginn annar leikmaður kemst nálægt Havertz sem fær bónusgreiðslur ef hann hjálpar félaginu að vinna titla.