Bayern Munchen neitar að gefast upp á framherjanum Harry Kane sem leikur með Tottenham á Englandi.
Kane er einn allra besti framherji heims og hefur raðað inn mörkum fyrir Tottenham í mörg ár.
Bayern bauð 60 milljónir punda í Kane í vikunni en Tottenham var ekki lengi að hafna því boði þýska stórliðsins.
Tottenham er talið vilja allavega 100 milljónir punda fyrir Kane sem verður þrítugur á þessu ári.
Bayern er ekki tilbúið að fara svo hátt en ætlar að leggja fram boð upp á 86 milljónir punda sem gæti dugað.
Manchester United er einnig orðað við Kane sem myndi enda sem markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar ef hann heldur sig í heimalandinu.