Dómarinn Marco Serra mun ekki dæma í ítölsku A deildinni næsta vetur samkvæmt Sky Italia.
Serra er nafn sem komst í fréttirnar á síðustu leiktíð eftir brjálæðiskast Portúgalans Jose Mourinho hjá Roma.
Mourinho er stjóri Roma en hann brjálaðist eftir leik Roma við Cremonese í Febrúar og lét Serra ítrekað heyra það á hliðarlínunni.
Serra er sagður hafa svarað Mourinho fullum hálsi og sagði þá: ,,Skiptu þér að þínum eigin málum, sestu niður, allir eru að hlæja að þér.“
Mourinho snöggreiddist eftir að Roma fékk ekki aukaspyrnu í leiknum en hann hafði verið duglegur að öskra á hliðarlínunni allan leikinn.
Samkvæmt Sky fær Serra ekki að dæma í Serie A á næstu leiktíð.