fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Juana var aðeins þriggja ára þegar henni var rænt úr almenningsgarði – Leysti sjálf gátuna 27 árum síðar

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 1. júlí 2023 20:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. október 1995 fór Lorena Ramirez og maður hennar með börn sín þrjú í almenningsgarð í Mexíkó borg til að eiga notalega fjölskyldustund. Engan óraði fyrir þeim hryllingi sem beið þeirra. 

Börnin samanstóðu af tveimur eldri drengjum og hinni þriggja ára gömlu Juana. Var hugmyndin að hitta ættingja og fara með börnin í dýragarðinn sem þar er að finna. 

Fjölskyldan átti góðan dag samveru og um klukkan 16:30 var ákveðið að halda heim á leið. En á því sekúndubroti sem Lorena sleppti hendinni af Juana litlu til að faðma frænku sína bless, hvarf telpan af yfirborð jarðar. 

Enginn hlustaði

Eitthvað, eflaust móðureðlið, sagði Lorenu að dóttur hennar hefi verið rænt og hljóp hún skelfingu lostin að næsta öryggisverði og bað um að öllum hliðum að garðinum yrði lokað þar sem allar líkur væru á því að ræninginn væri enn með dóttur hennar í garðinum. En öryggisvörðurinn gaf lítið fyrir það og neitaði alfarið að grípa til neinna aðgerða. 

Hjónin voru eðlilega í gríðarlegu uppnámi og hringdu þegar í stað á lögreglu. En svarið sem þau fengu var að hringja aftur eftir 72 tíma ef svo skildi fara að „ræninginn kysi að skila henni.” Sem auðvitað gerðist aldrei og varð sorg hjónanna æ óyfirstíganlegri.

Lorena kom fram í fjölmiðlum og grátbað um að dóttur sinni yrði skilað heim en án árangurs. Og smám saman misstu fjölmiðlar áhugann. 

Dagar urðu að vikum sem urðu að mánuðum og svo árum.  Og að því kom að Juana hafði verið týnd í 27 ár. 

Lögregla tók hvarf stúlkunnar aldrei mjög alvarlega og gerði lítið sem ekkert til að finna hana. 

Lorena kom fram í sjónvarpi og grátbað um að dóttur sinni yrði skilað heim.

En Lorena og eiginmaður hennar héldu sjálf áfram leitinni með hjálp vina, ættingja og nágranna. 

Þau settu upp hundruð, ef ekki þúsundir, blaða með myndum af Juana út um alla Mexíkóborg og urðu virk í samtökum sem leita týndra barna.

En aldrei fannst þeirra ástkæra Juana. 

Haltu áfram ef ég dey

Hjónin áttu eftir að eignast tvær dætur til viðbótar en það stöðvaði þau ekki í leitinni að Juana. Eiginmaður Lorenu lést árið 2020 og þegar að Lorena var sjálf við dauðans dyr af völdum Covid í fyrra, bað hún Mariu dóttur sína að halda áfram leitinni ef að hún létist. 

En draumur Lorenu var nær því að rætast en hana hefði nokkurn tíma dottið í hug. Í júlí fyrir sléttu ári fór hún i aðgerð sem bjargaði lífi hennar og aðeins mánuði síðar fann Maria systur sína, sem hún hafði aldrei þekkt. 

Juana/Rocio og Lorena

Antonio Martinez og Patricia Velazquez höfðu verið í almenningsgarðinum þennan örlagaríka dag í leik að barni að ræna þegar þau sáu Juana og voru foreldrar hennar uppteknir við að kveðja ættingja. Antonio greip Juana, svæfði hana með klóróformi og setti í bíl sinn. 

Juana vaknaði mörgum klukkutímum síðar í ókunnugu húsi, umkringd Antonio, Patriciu og tveimur sonum þeirra. Sagði parið hræddu barninu að þau væru nýju foreldrar hennar og drengirnir nýju bræður hennar. Þau gáfu henni nýtt nafn, Rocio Martinez, og breyttu afmælisdegi hennar í 1. október – daginn sem þau rændu henni. 

Þar sem Juana þekkti ekkert annað nafn en Rocio hefur hún kosið að halda því. 

Haldið sem þræl

Það mætti kannski ætla að parið hefði dreymt um að eignast dóttur til viðbótar við synina, barn til að annast og elska, en svo var ekki í þessu tilfelli. Juana/Rocio var bókstaflega þræll á heimilinu og misnotuð í alla staði. 

Þegar að Juana/Rocio var aðeins sjö ára gömul sá hún um öll þrif, þvotta og eldamennsku á heimilinu. Og ef hún sinnti verkefnum sínum ekki nógu vel var hún barin. Hún mátti ekki yfirgefa heimilið, hún gekk jú í skóla en var harðbannað að eiga vini. Hún var algjörlega einangruð. 

Í hávaðarifrildi, þegar að Juana/Rocio var komin í ákveðna uppreisn gegn þrældómnum missti Patricia það út úr sér að hún væri ekki móðir hennar. Juana/Rocio var þá fyrir löngu búin að gleyma ráninu en Patricia sagðist hafa fundið hana heimilislausa og tekið hana heim af gæsku sinni. 

Þegar að Juana/Rocio var 17 ára flúði hún heimilið og flutti inn með kærasta, sem hún hafði hitt á laun. Þau áttu síðar eftir að giftast og eignast tvö börn. 

Mæðgurnar eru afar hamingjusamar.

Krafðist svara

Árin liðu og að því kom að Juana/Rocio vildi vita meira um uppruna sinn. Hún hélt því á fund Patriciu og krafði hana svara. Patricia viðurkenndi að lokum að hennar raunverulega nafn væri Juana Bernal Ramirez en það þýddi ekkert fyrir hana að leita að líffræðilegum foreldrum sínum því þau væri eiturlyfjafíklar sem ekkert vildu með hana hafa. 

Sem var hrein og klár lygi. 

Juana/Rocio fann mynd á vefsíðu um týnd börn og póstaði henni á Facebook með ákalli um upplýsingar um barnið, því henni fannst hún grunsamlega lík stúlkunni á myndinni. Hún var næstum því viss um að um sig væri að ræða. 

Pósturinn fór á flug, var deilt um alla Mexíkó og það tók Juana/Rocio aðeins örfáa daga að finna fjölskyldu sína. Maria hafði nefnilega séð póstinn og haft samband og þremur dögum síðar hittust þæra Juana/Rocio, Maria og Lorena. Var þeim brugðið þar sem Juana/Rocio var lifandi eftirmynd Lorenu. Það var gert DNA próf í október í fyrra sem sannaði endanlega að Rocio varí raun Juana, sem var rænt aðeins þriggja ára gamalli en var nú orðin þrítug. 

Lífið er stutt

Lorena sagði í viðtali að dagurinn þegar hún sá dóttur sína eftir 27 ára aðskilnað hefði verið sá hamingjuríkasti á ævi hennar. 

„Ég opnaði dyrnar og starði á hana. Hún tók utan um mig og það eina sem hún sagði var að ég væri móðir hennar. Og það eina sem ég gat svarað var að hún væri dóttir mín. 

Við ætluðum aldrei að sleppa hvor annarri,“ sagði Lorena í viðtali.  

Ekki aðeins fékk Lorena dóttur sína aftur heldur eignaðist hún einnig tvo barnabörn en Juana/Rocio og maður hennar eiga tvo syni, 11 og 8 ára. 

Juana/Rocio þykið eðlilega leitt að hafa ekki náð að hitta föður sinn en segist muna eftir hvernig hann knúsaði hana sem barn. Það séu ómetanlegar minningar. 

Á því ári sem liðið hefur frá því fjölskyldan sameinaðist hafa myndast sterk og náin tengsl á milli Juana/Rocio og systkina hennar fjögurra og auðvitað Lorenu, sem segist loksins hafa fengið frið í hjartað. 

„Ég er hamingjusöm og finnst ég hafa verið blessuð. Ég fæ aldrei aftur árin sem voru tekin af okkur en við njótum þess sem við höfum núna og munum njóta um ókomin ár. Lífið er stutt og enginn veit hvað gerist á morgun. Við verðum að finna til hamingju á hverjum degi, sagði Lorena í viðtali. 

Antonio Martinez og Patricia Velazquez voru handtekinn í mars á þessu ári og bíða nú réttarhalda. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“