fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Gunnar Smári segir virka í athugasemdum fæla viðmælendur frá – „Ég vildi að þetta væri ekki svona“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 1. júlí 2023 17:30

Gunnar Smári Egilsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, formaður stjórnar Samstöðvarinnar, segir flest vera gott og skemmtilegt við starf í blaðamennsku. 

„Blaðamennska er eins og lykill að samfélaginu, þú getur í raun rætt við hvern sem er hvenær sem er um hvað sem er. Það var þessi þáttur blaðamennskunnar sem ég varð ástfanginn af sem ungur maður. Og sú ást hefur ekki dvínað. Ég sit löngum stundum við Rauða borðið á Samstöðinni og fæ allskonar fólk til að segja mér allskonar um samfélagið okkar og heiminn. Ég þarf engin siglingatæki, læt bara eigin forvitni stýra því hvert skal haldið hverju sinni,“ segir Gunnar Smári í færslu á Facebook. 

Segir hann þó einn galla vera á starfinu sem hann elskar að sinna.  „Ef þessi samtöl væru bara fyrir mig en ekki hluti af fjölmiðli þyrfti ég ekki að dreifa viðtölunum á samfélagsmiðlum. Og þegar ég geri það mætir reglulega fólk á þræðina sem vill benda á að viðmælandinn sé ómerkilegur asni, illa innrættur eða með óhreint mjöl í pokahorninu; að það sem hann vill leggja til umræðunnar sé eitthvað sem ekkert gildi hafi, sé misskilningur og þvæla. Aldrei er bent á neitt sérstakt, þetta eru bara fullyrðingar byggðar á sannfæringu um að fólk sé almennt skíthælar sem ekkert er að marka hvað segir,“ segir hann. 

Segir Gunnar Smári að hann vildi að þetta væri ekki svona og segir hann að auðveldara væri fyrir sig að fá fólk í viðtöl ef athugasemdakerfi samfélagsmiðla væri ekki til staðar.

„Það væri auðveldara fyrir mig að bjóða fólki í viðtal ef þessi hali fylgdi ekki með. Það er að mörgu leyti erfitt að mæta einhvers staðar og segja frá reynslu sinni, þekkingu og skoðunum. Í raun ættum við að þakka öllum sem það gera. Samfélagið byggist upp og skánar eftir því sem fleiri gefa skýrslu um eigin reynslu, álit og niðurstöðu.

En helst af öllu myndi ég vilja að fólk híaði á nakta kónginn, sem birtist okkur alla daga í allskyns kvikinda líki, haldandi því fram að allt sé eðlilegt og hann fullklæddur. Í stað þess að eyða orku í að grafa undan barninu sem bendir á hið augljósa, að kóngurinn er allsber þótt hann haldi að hann sé hulinn rökum, réttlæti og góðum siðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð
Fréttir
Í gær

Rætt um að leigja flugvél til að flytja inn hunda vegna ófremdarástands – „Þetta eru gæludýrin okkar“

Rætt um að leigja flugvél til að flytja inn hunda vegna ófremdarástands – „Þetta eru gæludýrin okkar“
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri hestasjónvarpsstöðvar sakaður um fjárdrátt og þjófnað á verkefnum – Lét félagið kosta parketið heima hjá sér

Framkvæmdastjóri hestasjónvarpsstöðvar sakaður um fjárdrátt og þjófnað á verkefnum – Lét félagið kosta parketið heima hjá sér
Fréttir
Í gær

Komust inn í bílageymslu Assads og mynduðu ótrúlegt safn lúxusbifreiða

Komust inn í bílageymslu Assads og mynduðu ótrúlegt safn lúxusbifreiða
Fréttir
Í gær

Skemmir stjórnarmyndunarumboðið fyrir lýðræðinu?

Skemmir stjórnarmyndunarumboðið fyrir lýðræðinu?