Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu í nótt um 200-300 ungmennateiti í Guðmundarlundi. Rólegt var yfir öllu þegar lögregluna bar að garði. Tónlist ómaði undir sykurpúðagrilli. Engin sjáanleg ölvun á ungmennum, þó talið að einhverjir væru að fá sér sopa inn í skóginum. Ungmenninn höfðu sjálf orð á að þetta væri heldur vandræðalegt partý.
Tilkynnt um líkamsárás í Hamraborg og var þolandi fluttur á slysadeild til aðhlynningar en gerendur flúðir frá vettvangi. Í umdæmi Grafarvogs/Árbæjar/Mosfellsbæjar var tilkynnt um minniháttar líkamsárás.
Í umdæmi Austur- og Vesturbæjar/Miðborg/Seltjarnarnes var töluverður erill framan af nóttu og nokkuð um hávaðaútköll og almenn ölvunarútköll. Tilkynnt um menn með piparúða í miðbænum og var þeim sleppt eftir viðræður á lögreglustöð. Tilkynnt um aðila að reyna að tæla konur uppí íbifreið sína.
Einn aðili gisti fangageymslur lögreglu eftir nóttina. Fimm ökumenn voru kærðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis- og/annarra vímugjafa.