Gareth Bale hefur tjáð sig um það hvernig það var að vinna með stórstjörnunni Cristiano Ronaldo.
Ronaldo og Bale voru lengi saman hjá Real Makdrid en sá fyrrnefndi er nú í Sádí Arabíu og Bale hefur lagt skóna á hilluna.
Það var ekki alltaf auðvelt að vinna með Ronaldo að sögn Bale en hann gat verið ógnvekjandi jafnvel eftir sigurleiki.
,,Hann var í raun allt í lagi, hann átti sín augnablik,“ sagði Bale um Ronaldo.
,,Til dæmis ef við unnum leiki 5-0 og hann skoraði ekki þá kom hann inn í klefa kastandi skónum sínum og var mjög reiður.“
,,Hann var nokkuð vinalegur náungi og það var ekkert illt okkar á milli. Margir eru hræddir við hvernig hann á til að láta en ef þú ert það ekki þá er allt í góðu.“